Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

22.03.2013

Gleðilega páska !

Gleðilega páska !
Starfsfólk Sjálandsskóla óskar nemendum og foreldrum gleðilegrar páska. Í dag voru margir nemendur að búa til páskaskraut og á myndasíðunni má sjá nokkrar myndir frá 3.-4.bekk í páskaföndrinu.
Nánar
22.03.2013

Ruslaskrímsli hjá 3.-4.bekk

Ruslaskrímsli hjá 3.-4.bekk
Nemendur í 3. og 4. bekk hafa síðustu tvær vikur verið í endurnýtingarþema í listgreinunum. Verkefnin hafa verið fjölbreytt og snúist um að útbúa hagnýta hluti sem tengjast því að skólinn fær Grænfánann í apríl. Nemendur hafa t.d. búið til fuglahús...
Nánar
21.03.2013

Leiksýning hjá 5.-6.bekk

Leiksýning hjá 5.-6.bekk
Í morgun fengum við að sjá leiksýninguna "Andvaka kóngsdóttir" sem nemendur í 5.-6.bekk sýndu. Nemendur höfðu sjálfir búið til glæsilega búninga og leikmynd.
Nánar
20.03.2013

Myndir frá KISS-deginum

Myndir frá KISS-deginum
Í gær var KISS-dagur hjá okkur í Sjálandsskóla. Þá voru nemendur málaðir og klæddir í anda hljómsveitarinnar KISS. Í morgunsöng kom Þráinn Árni Baldvinsson gítarleikari í Skálmöld og tók nokkur lög með nemendum.
Nánar
19.03.2013

Páskabingó

Páskabingó
Í dag, þriðjudag 19.mars kl.18-20, er páskabingó sem foreldrafélag skólans sér um. Bingósspjaldið kostar kr.400
Nánar
12.03.2013

Skólakynning í Sjálandsskóla

Skólakynning í Sjálandsskóla
Á morgun, miðvikudag 13.mars, eru kynningar á Sjálandsskóla. Foreldrum og nemendum er boðið að koma og kynna sér starfsemi skólans undir leiðsögn skólastjórnenda og starfsmanna skólans. Boðið verður uppá kaffi og vöfflur :-)
Nánar
11.03.2013

Stóra upplestrarkeppnin í 7.bekk

Stóra upplestrarkeppnin í 7.bekk
Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar var haldin föstudaginn 8. mars. Það er 7. bekkur sem tekur þátt og var gaman að sjá hversu margir voru vel undirbúnir og stóðu sig vel
Nánar
07.03.2013

Forvarnargildi íþrótta-og tómstundastarfs

Forvarnargildi íþrótta-og tómstundastarfs
Fimmtudaginn 14. mars stendur Náum áttum hópurinn fyrir morgunverðarfundi á Grand-hótel kl. 8.15 – 10.00. Fundurinn ber yfirskriftina „Forvarnargildi íþrótta- og tómstundastarfs – hvað virkar og hvað virkar ekki?“
Nánar
06.03.2013

Óveðrið

Óveðrið
Nemendur eru í skólanum í góðu yfirlæti, hádegismaturinn er kominn í hús og öllum verður haldið innandyra. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur sent fræðsluyfirvöldum fréttatilkynningu um virkjun viðbragðsáætlunar vegna óveðurs við lok skóladags.
Nánar
06.03.2013

Regnbogabörn-fyrirlestur í kvöld

Regnbogabörn-fyrirlestur í kvöld
Foreldrafélag Alþljóðaskólans hefur fengið Stefán Karl Stefánsson leikara og fulltrúa Regnbogabarna til að halda fyrirlestur á miðvikudaginn 6 mars kl 19-21.00
Nánar
05.03.2013

Umhverfisverðlaun-unglingadeild

Umhverfisverðlaun-unglingadeild
Sjálandsskóli er umhverfisvænn skóli þar sem lögð er áhersla á að nemendur gangi vel um skólann og heimasvæðin sín. Í hverjum mánuði verða veitt verðlaun þeim nemendahópi sem gengur best um sitt heimasvæði.
Nánar
05.03.2013

Sjálandsskóli í 2.sæti í Lífshlaupinu

Sjálandsskóli í 2.sæti í Lífshlaupinu
Á föstudaginn var verðlaunaafhending í Lífshlaupinu og voru nemendur í Sjálandsskóla í 2.sæti í flokki grunnskóla með 150-399 nemendur. Nemendur hafa verið mjög duglegir að hreyfa sig
Nánar
English
Hafðu samband