31.03.2023
Páskaleyfi

Í dag, föstudag 31.mars, er síðasti kennsludagur fyrir páskaleyfi. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 11.apríl.
Starfsfólk Sjálandsskóla óskar nemendum og aðstandendum gleðilegra páska.
Nánar24.03.2023
Leiksýningar í mars
Í mars voru settar upp þrjár leiksýningar í Sjálandsskóla. Nemendur hafa bæði sýnt fyrir foreldra sína og eins fyrir samnemendur sína í morgunsöng.
Nánar22.03.2023
Uppbrotsdagur í unglingadeild

Þann 17. mars var uppbrotsdagur í unglingadeildinni. Þema dagsins var velferð og vellíðan.
Nánar22.03.2023
Skíðaferð til Dalvíkur

Daganna 13.-16. mars fór unglingadeild Sjálandsskóla í skíðaferð á Dalvík, ferðin var á vegum félagsmiðstöðvarinnar Klakans.
Ferðin gekk mjög vel og margir sem stigu sín fyrstu skref á skíðum eða bretti og stóðu sig frábærlega.
Nánar22.03.2023
Mikilvægi iþróttaiðkunnar - bæklingar á ýmsum tungumálum.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) vilja á vekja athygli á bæklingi sem gefinn hefur verið út á tíu tungumálum um ávinning þess að stunda íþróttir með íþróttafélagi. Bæklingurinn er ætlaður foreldrum barna af...
Nánar16.03.2023
Risaeðluþema

Nemendur í 1. bekk eru í þema um risaeðlur og hafa verið að gera ýmisleg skemmtileg verkefni í tengslum við risaeðlur m.a mæla raunstærðir þeirra, teikna spor og þekkja helstu einkenni. Eitt verkefni var að búa til sína eigin risaeðlu, þau gáfu henni...
Nánar09.03.2023
Popplestur
Í síðustu viku var popplestrarátak í Sjálandsskóla. Nemendur fengu poppbaunir fyrir hvert skipti sem þau lásu heima og þau fengu líka baunir fyrir yndislestrarstundir í skólanum.
Nánar03.03.2023.jpg?proc=AlbumMyndir)
Opið hús í Sjálandsskóla - Innritun stendur yfir
.jpg?proc=AlbumMyndir)
Miðvikudaginn 8. mars kl: 16:00-18:00 verður opið hús í Sjálandsskóla. Kynningar fyrir 1. og 8. bekk fara fram á sama tíma.
Nánar03.03.2023
Tiltekt á skólalóðinni
Nokkrir nemendur á yngsta stigi tóku sig til í dag og hreinsuðu til á skólalóðinni. Þau hreinsuðu rusl og færðu til grjót og annað sem var ekki á réttum stað.
Nánar