03.10.2023
Rafrásir í eðlisfræði
Nemendur í 10.bekk hafa verið að læra um rafmagn og rafrásir undanfarið. Í dag voru þeir að lóða og búa til rafrásir í eðlisfræðitímanum.
Nánar02.10.2023.jpg?proc=AlbumMyndir)
7.bekkur á Reyki
.jpg?proc=AlbumMyndir)
Þessa vikuna eru nemendur í 7.bekk á skólabúðunum á Reykjum. Þar dvelja þau fram á föstudag og taka þátt í fjölbreyttu skólastarfi sem þar fer fram.
Nánar29.09.2023
Útikennsla í 2.bekk

Nemendur í 2.bekk hafa brallað ýmislegt í útikennslu núna í haust. Á myndasíðu bekkjarins má sjá nokkrar myndir frá útikennslunni.
Nánar27.09.2023
Friðarhlaup
Nemendur í 3.bekk tóku í dag þátt í Friðarhlaupi Chinmoy. Fulltrúar félagsins komu með friðarkyndil og fengu nemendur að hlaupa með kyndilinn í íþróttasalnum.
Nánar12.09.2023
Twisted Forest í Heiðmörk
Nemendur í 9.og 10.bekk Sjálandsskóla tóku þátt í sýningunni Twisted Forest eftir danska leikhópinn Wunderland. Þessi sýning byggir á þátttöku nemenda í verkinu sem fór fram fyrir utan venjulega göngustíga í Heiðmörk
Nánar12.09.2023
Haustferð í Guðmundarlund
Það var blíðskaparveður í Guðmundarlundi í dag þegar nemendur Sjálandsskóla fóru í árlega haustferð þangað. Krakkarnir fóru í leiki, nutu veðurblíðunnar og fengu svo grillaðar pylsur í hádeginu.
Nánar08.09.2023
Verkleg eðlisfræði í 10.bekk
Nemendur í 10. bekk hafa verið að vinna með krafta og hreyfingu í eðlisfræðitímum þessa vikuna. Þeir fengu það verkefni að hanna og gera bíl úr pappa sem átti ýmist að komast sem lengst eða hraðast eftir beinni braut.
Nánar05.09.2023
Göngum í skólann

Sjálandskóli tekur þátt í verkefninu "Göngum í skólann" sem hefst á morgun, miðvikudaginn 6.september. Skóladagurinn hefst þá á sameiginlegri göngu um nágrenni skólans.
Nánar01.09.2023
Krakkar á kajak
Í góða veðrinu þessa fyrstu daga skólaársins fóru nemendur á miðstig út á kajak. Á hverju hausti fá allir nemendur í 5.-7.bekk tækifæri til að prófa kajak. Skólinn á nokkra kajaka sem eru mikið notaðir bæði á haustin og vorin, þegar veður leyfir.
Nánar25.08.2023
Við kennum-þið þjálfið
Fræðslufundur um lestrarkennslu verður haldinn fyrir foreldra og forráðamenn nemenda í 1.bekk, þriðjudaginn 29.ágúst kl.20:00
Nánar23.08.2023
Skólasetning í dag
Í dag var skólasetning í Sjálandsskóla á þessum fallega sumardegi þar sem umsjónarkennarar tóku á móti nemendum og foreldrum/forráðamönnum. Skólastarf vetrarins var kynnt og farið yfir helstu atriði varðandi skólasókn, námsefni og fleira.
Nánar10.08.2023.jpg?proc=AlbumMyndir)
Skólasetning og námskynning 23.ágúst
.jpg?proc=AlbumMyndir)
Skólasetning verður miðvikudaginn 23.ágúst kl.9 hjá nemendum í 2.-10.bekk. Nemendur í 1.bekk og forráðamenn þeirra svo og nýir nemendur verða boðaðir sérstaklega símleiðis.
Nánar