Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

27.02.2009

Ávaxtakarfa

Ávaxtakarfa
Föstudaginn 20. febrúar var 5.-6. bekkur C dreginn út í skráningarleiknum á Rás 2 í Lífshlaupinu. Til þess að komast í pottinn þurfti liðið að vera skráð í Lífshlaupið og duttu nokkrir bekkir víðsvegar um landið í lukkupottinn. Í verðlaun var...
Nánar
25.02.2009

Öskudagur

Öskudagur
Dagurinn hófst að vanda með morgunsöng en síðan skiptu nemendur sér í sönghópa og æfðu söng- og dansatriði. Þá var haldinn stuttur dansleikur með fugladansi, magarena og súperman og að honum loknum var sleginn köttur úr tunnunni. Samhliða því...
Nánar
13.02.2009

Saga mannkyns hjá 3.-4. bekk

Saga mannkyns hjá 3.-4. bekk
Nemendur í 3.-4. bekk hafa verið að vinna með mannkynssöguna. Þau hafa kynnt sér valda þætti allt frá upphafi sögunnar til okkar daga. Í þessu þema var samþætting á sögu, íslensku, lífsleikni, stærðfræði , tölvu- og upplýsingatækni og tónmennt.
Nánar
11.02.2009

Bláfjallaferðin stórkostlega

Bláfjallaferðin stórkostlega
Allir nemendur og starfsmenn skólans fóru í vetrarferð í Bláfjöll í gær. Veðrið var hið fegursta og það voru glaðir og áhugasamir krakkar, kennarar og foreldrar sem brunuðu niður brekkurnar á skíðum, brettum og þotum. Margir voru að stíga sín...
Nánar
09.02.2009

Vetrarferð í Bláfjöll

Á morgun þriðjudaginn er fyrirhuguð skíðaferð skólans. Tilkynning verður sett á heimasíðu skólans fyrir klukkan 8 í fyrramálið. Upplýsingabréf
Nánar
09.02.2009

Útikennsla hjá 3.-4. bekk

Útikennsla hjá 3.-4. bekk
Í dag fór 3.-4. bekkur í Gálgahraun. Nemendur bjuggu til brauðdeig í skólanum áður en lagt var í hann. Í Gálgahrauni reistu þau við tjald, vöfðu brauðdeiginu um birkigreinar og elduðu yfir opnum eldi. Í tjaldinu var hitað vatn í kakó á prímusum...
Nánar
06.02.2009

Lífshlaup

Lífshlaup
Í síðasta tíma í dag föstudaginn 6. febrúar fóru allir nemendur og starfsmenn skólans í góðan göngutúr. Þetta er liður í Lífshlaupinu, fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ um að hvetja alla til hreyfingar á hverjum degi.
Nánar
English
Hafðu samband