Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

12.12.2017

Ævar vísindamaður

Ævar vísindamaður
Í morgun fengum við góðan gest í heimsókn, en þá kom Ævar vísindamaður og las upp úr nýjustu bók sinni, Þitt eigið ævintýri. Ævar Þór Benediktsson hefur gefið úr fjórar bækur sem virka eins og tölvuleikur, þar sem lesandinn ræður sjálfur hvað gerist...
Nánar
08.12.2017

Jólaföndur með leikskólanemendum

Jólaföndur með leikskólanemendum
Í dag fengu nemendur í 1.og 2. bekk heimsókn frá leikskólanum Sjálandi. Það voru nemendur í elstu deild leikskólans sem komu og tóku þátt í jólaföndri 1.og 2. bekkinga. Þar unnu allir saman við að búa til fallegt jólaskraut​ eins og sjá má á...
Nánar
07.12.2017

Jólasveinaleikrit hjá 1.og 2.bekk

Jólasveinaleikrit hjá 1.og 2.bekk
Í morgun fluttu nemendur í 1.og 2.bekk hið árlega jólasveinaleikrit eftir Jóhannes úr Kötlum. Það segir sögu jólasveinanna þrettán í 37 erindum sem nemendur fluttu og að lokum sungu þau um jólasveinana.
Nánar
06.12.2017

Rafmagnað samspil -tónleikar

Rafmagnað samspil -tónleikar
Á mánudagskvöldið héldu nemendur í valfögunum Rafmagnað samspil og Söngval, sameiginlega stofutónleika í tónmenntastofu skólans. Krakkarnir í rafmögnuðu samspili bjuggu til hljómsveit sem hefur í allt haust verið að æfa saman fjölbreytt lög sem...
Nánar
06.12.2017

Jólapeysudagur / rauður dagur

Jólapeysudagur / rauður dagur
Í gær var rauður dagur og jólapeysudagur hjá okkur í Sjálandsskóla. Gaman var að sjá hve margir mættu í rauðum fötum, með jólasveinahúfur eða í jólapeysum. Sumir tóku þetta alla leið og mættu í glæsilegum jólakjólum eins og kennarar í 1.-2.bekk...
Nánar
05.12.2017

Sævar stjörnufræðingur í heimsókn

Sævar stjörnufræðingur í heimsókn
Í dag kom Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur í heimsókn í Sjálandsskóla. Hann fræddi nemendur á öllum stigum um stjörnufræði og plánetur. Fyrst hitti hann nemendur í 1.-4.bekk, síðan nemendur unglingadeildar og að lokum nemendur á miðstigi.
Nánar
05.12.2017

Jólahurðaskreytingar

Jólahurðaskreytingar
Starfsfólk Sjálandsskóla hafa verið að jólaskreyta hjá sér undanfarna daga og hafa nemendur tekið eftir glæsilega skreyttum hurðum á vinnuherbergjum kennara.
Nánar
04.12.2017

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur í heimsókn

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur í heimsókn
Í morgun kom rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson í heimsókn í morgunsöng. Hann las upp úr bók sinni ​Henrý hittir í mark, sem fjallar um strákinn Henrý sem er lukkudýr íslenska landsliðsins í fótbolta.
Nánar
01.12.2017

1.desember -dagskrá 8.bekkjar

1.desember -dagskrá 8.bekkjar
Í morgun voru nemendur með kynningu í salnum um fullveldi Íslands í tilefni dagsins, 1.desember. Þar sögðu nemendur frá sjálfstæðisbaráttunni, danska konungnum og fullveldi Íslands. Að lokum sungu allir saman íslenska þjóðsönginn.
Nánar
29.11.2017

Jólaskreytingar

Jólaskreytingar
Í þessari viku var skólinn færður í jólabúning þegar nemendur og starfsfólk hengdi upp jólaskrautið. Allar jólaskreytingar skólans hafa verið búnar til af nemendum í gegnum árin og þetta árið voru gerðar jólastjörnur sem hengdar voru í gluggana.
Nánar
28.11.2017

Leiksýningin Super Mario

Leiksýningin Super Mario
Hópur unglinga í Sjálandsskóla ásamt Arnari Dan Kristjánssyni leikara sömdu leikrit í kringum tölvuleikinn Super Mario. Eftir strangan undirbúning var afraksturinn sýndur helgina 24.-26. nóvember við mikinn fögnuð.
Nánar
28.11.2017

Ungmennaþing Garðabæjar

Ungmennaþing Garðabæjar
Fyrsta ungmennaþing Garðabæjar var haldið miðvikudaginn 8. nóvember sl. í sal Tónlistarskóla Garðabæjar í Kirkjulundi, á vegum ungmennaráðs Garðabæjar. Ungmennum á aldrinum 14-20 ára var boðið að taka þátt í þinginu
Nánar
English
Hafðu samband