20.12.2011
Gleðileg jól !
Í dag var haldin jólaskemmtun í Sjálandsskóla og dansað í kringum jólatréð. Nemendur voru með skemmtiatriði í sal, kórinn söng og 5.bekkur sýndi helgileikinn. Þá voru haldin stofujól hjá hverjum hóp þar sem nemendur komu með smákökur og að lokum var...
Nánar19.12.2011
Jólagleði 10.bekkjar
Þriðjudaginn 13. desember var jólagleði 10.bekkjar, samstarfsverkefni Garðalundar og Sjálandsskóla. Nemendur og kennarar gerðu sér glaðan dag með því að far út að borða á veitingastaðinn Caruso og fara í bíó. Jólagleðin heppnaðist mjög vel og skemmtu...
Nánar19.12.2011
Mugison í Sjálandsskóla
Í dag fengum við góðan gest í Sjálandsskóla. Tónlistarmaðurinn Mugison kom með gítarinn og tók nokkur lög fyrir nemendur en tilefnið var að skólinn vann myndbandakeppni á degi íslenskrar tónlistar sem haldinn var 1.desember.
Nánar16.12.2011
Jólaleikrit, kirkjuferð og jólamatur
Í dag var jólalegt hjá okkur í Sjálandsskóla. Í morgunsöng var 1.-2.bekkur með skemmtiatriði um jólasveinana. Síðan löbbuðu allir upp í Vídalínskirkju þar sem sungin voru nokkur lög, hlustað á jólaguðspjallið, jólasögu o.fl. og voru krakkarnir alveg...
Nánar15.12.2011
Líf og fjör í Sjálandsskóla og Alþjóðaskólanum
Í dag var mikið um að vera í Sjálandsskóla. Í morgunsöng spilaði Austin, 5 ára nemandi í Alþjóðaskólanum, á fiðluna sína og Þórdís í 7.bekk spilaði á selló. Eftir útivistina tóku allir nemendur Sjálandsskóla og Alþjóðaskólans þátt í að búa til...
Nánar15.12.2011
Kórinn með tónleika í dag

Í dag, fimmtudag 15.desember, heldur kór Sjálandsskóla tónleika í sal skólans kl.17.00. Við hvetjum alla til að koma og hlusta á þennan frábæra kór sem syngur undir stjórn og undirspil Ólafs Schram tónmenntakennara. Aðgangseyrir aðeins kr.300.
Nánar12.12.2011
Morgunsöngur í desember
Síðustu morgna hefur verið mikið um að vera í morgunsöng. Á föstudaginn var foreldrakaffi þar sem margir foreldrar komu og áttu notalega morgunstund. Þá spiluðu 4 stúlkur úr 3.-4.bekk á hljóðfæri, þær Arna, Helena Ýr, Hrafnhildur Ming og Rakel. Í...
Nánar09.12.2011
Kór Sjálandsskóla á Garðatorgi á morgun

Kór Sjálandsskóla mun syngja nokkur jólalög á Garðatorgi laugardaginn (10.des) klukkan 12:30. Við hvetjum alla til að koma og hlýða á þennan skemmtilega kór sem syngur undir stjórn Ólafs Schram tónlistarkennara.
Nánar07.12.2011
Ævar vísindamaður heimsækir 3.-4.bekk
Í dag fengu krakkarnir í 3. - 4.bekk til sín góða heimsókn frá Ævari vísindamanni en hann er jafnframt starfsmaður í fyrirtækinu Marel hér í Garðabæ.
Ævar gaf sér góðan tíma með nemendum, sýndi þeim nokkrar tilraunir og spjallaði við þau og voru...
Nánar05.12.2011
Syngjum saman - myndband
Á degi íslenskrar tónlistar þann 1.desember tóku allir krakkar Sjálandsskóla, ásamt Alþjóðaskólanum og leikskólanum Sjálandi, þátt í fjöldasöng sem útvarpað var á öllum útvarpsstöðum samtímis. Söngurinn var tekinn upp á myndband sem skoða má á...
Nánar05.12.2011
Leiklist í unglingadeild
Krakkar í áttunda, níunda og tíunda bekk hafa verið að hittast með leikstjóra einu sinni í viku í tvo mánuði. Þar hefur gengið á ýmsu svosem karaktersköpun, spunavinnu sem og alls kyns leikjum. Krakkarnir hafa staðið sig ofsalega vel og hópurinn...
Nánar01.12.2011
1.desember
Í dag, 1.desember, var mikið um að vera í Sjálandsskóla. Það var rauður dagur þar sem allir mættu í einhverju rauðu. Í byrjun dags hittust allir á sal þar sem 8.bekkur fræddi okkur um 1.desember og um þemaverkefnið 1918 sem þau hafa verið að vinna...
Nánar- 1
- 2