Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gleðidagurinn

20.03.2009
GleðidagurinnHápunktur vikunnar var gleðidagurinn. Það var gaman að sjá prúðbúið ungt fólk mæta hér í skólann í morgun með sparibrosið sitt og góða skapið. Starfsfólk Sjálandsskóla vill þakka foreldrum fyrir að taka vel í þennan dag og veitingarnar sem voru sendar með börnum. Borðin svignuðu undan kræsingum og þetta var allsherjar matarveisla sem heppnaðist vel í alla staði. Nemendur skemmtu sér vel, dönsuðu á bókasafninu, spiluðu á spil, hoppuðu í hoppukastalanum, léku með dótið sitt, spjölluðu eða hvað eina sem þeim datt í hug.  Þetta var skemmtilegur dagur og nemendur voru til mikils sóma. Myndir má finna undir "Myndir úr skólastarfinu".

 

Til baka
English
Hafðu samband