Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kassabílakeppni

06.05.2010
KassabílakeppniNemendur í 5.-6. bekk bjuggu til kassabíl í tengslum við listadaga í Garðabæ. Byrjað var á að bjóða þeim sem vildu að taka þátt í að hanna kassabíl. Síðan teiknuðu allir hópar sínar hugmyndir á blað að skiluðu skissu. Þrír bílar voru valdir í framleiðslu og sáu 6-8 nemendur í 5.og 6. bekk um að smíða hvern bíl með dyggri aðstoð Eddu smíðakennara og Sesselju umsjónarkennara. Bílunum voru gefin nöfnin Eyjó, Súper girls -99 og Car 1. Kassabílakeppni var háð á skólalóðinni eftir auglýstri dagskrá listadaga í Garðabæ. Sjá myndir hér.
Til baka
English
Hafðu samband