Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldrakaffi í morgunsöng

30.11.2010
Foreldrakaffi í morgunsöng

Næstu tvo föstudaga, 3. og 10. desember býður foreldrafélagið alla foreldra velkomna í kaffi í morgunsöng. Síðastliðinn föstudag komu margir foreldrar og hlýddu á söng nemenda ásamt tónlistaratriði, þar sem tveir nemendur úr 7.bekk, Dagrún Sara og Emil, spiluðu ásamt Árna stuðningsfulltrúa. Það er mikið af hæfileikaríkum nemendum í skólanum og alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera í morgunsöng. Við hvetjum foreldra til að mæta í morgunsönginn á föstudögum, hlýða á söng barnanna og spjalla við aðra foreldra yfir kaffibolla.

Myndir frá morgunsöng 26.nóvember

Til baka
English
Hafðu samband