Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólamáltíð 16.des. -panta fyrir 9. des.

07.12.2010
Jólamáltíð 16.des. -panta fyrir 9. des.

Fimmtudaginn 16. desember verður jólamatur í hádeginu frá Heitt og Kalt. Jólamaturinn er hamborgarhryggur með brúnuðum kartöflum, grænum baunum, rauðkáli og rjómasveppasósu. Þeir nemendur sem ekki eru í áskrift, eða eru ekki í áskrift á fimmtudögum, gefst kostur á að kaupa staka máltíð þennan dag.

Verð fyrir máltíðina er 450.-. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þetta þurfa að panta og greiða matinn hjá Soffíu ritara eigi síðar en 9. desember n.k.

Til baka
English
Hafðu samband