Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Viðbrögð við óveðri

07.01.2011
Viðbrögð við óveðri

Sjálandsskóli fylgir reglum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS), um röskun á skólastarfi vegna óveðurs. Jafnframt var ákveðið að fylgjast með veðri og veðurspám og senda út tilkynningar í samræmi við þessar reglur, eftir atvikum í samráði við slökkvilið, lögreglu, fræðsluyfirvöld og aðra. Mikilvægt er að foreldrar sjálfir fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni, enda getur veður þróast með ófyrirséðum hætti og aðstæður verið mjög mismunandi eftir svæðum. Foreldrar leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni í skóla þótt engin tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sækiskóla þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll. Hið sama gildir ef foreldrar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa.

Verklagsreglur vegna röskunar á skólastarfi vegna veðurs:

- Tilmæli um viðbrögð til foreldra og forráðamanna

- Reglur um viðbrögð starfsfólks í grunnskólum

Til baka
English
Hafðu samband