Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hundaganga hjá 7.bekk

01.03.2011
Hundaganga hjá 7.bekk

Nemendur í 7. bekk í Sjálandsskóla fóru í hundagöngu í útikennslu í dag. Farið var í göngu um Arnarnesið og hundarnir viðraðir í snjónum og góða veðrinu. Nokkrir foreldrar sáu sér fært að slást í hópinn. Tilefni göngunnar var að vikunni fyrir vetrarfrí voru nemendur í 7. bekk að vinna einstaklingsverkefni og ákveðið var að bjóða öllum hundunum í skólann tvær kennslustundir á útikennsludegi. Gleðin skein af hverju andliti og ekki bar á öðru en að ferfætlingarnir nytu einnig samverunnar.

Myndir má sjá á myndasíðunni

Til baka
English
Hafðu samband