Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Prjónastund hjá 3.-4. bekk

15.09.2011
Prjónastund hjá 3.-4. bekk

Í textílmennt eru nemendur í 3. – 4. bekk að byrja að læra að prjóna. Það getur stundum verið nokkuð snúið að halda rétt á prjónunum og garninu í fyrstu og því mikilvægt að allir fái góðan stuðning.

Á mánudaginn buðum við foreldrum, ömmum og öfum til okkar í prjónastund, þar sem nemendur fitjuðu upp og byrjuðu að prjóna garðaprjón. Tilgangurinn með prjónastundinni var ekki aðeins að kenna nemendum hraðar að prjóna, heldur var hann einnig að auka áhuga nemenda á viðfangsefninu og æfa þá í að sýna og segja frá því sem þeir eru að gera.

Prjónastundin tókst í alla staði mjög vel og það var virkilega gaman að sjá hversu áhugasamir allir voru, nemendur, ömmur, mömmur og afi.  Flestir nemendur komust vel af stað og það verður spennandi að sjá hvað verður úr þessum fyrstu prjónastykkjum.

Á myndasíðunni má sjá myndir frá prjónastundinni

Til baka
English
Hafðu samband