Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stóra upplestrarkeppnin

06.03.2012
Stóra upplestrarkeppnin

Nemendur 7. bekkjar tóku þátt í undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina á þriðjudaginn 28. febrúar og gekk hún ljómandi vel fyrir sig. Allir nemendur lögðu sig mjög vel fram og höfðu undirbúið sig vel heima. Nemendur lásu brot úr fyrirfram ákveðnum sögum og ljóð að eigin vali og voru þeir til fyrirmyndar, bæði sem upplesarar og áhorfendur. Nemendur mættu prúðbúnir og fengu viðurkenningaskjal fyrir þátttökuna. Tveir nemendur voru valdir til að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni þann 15. mars en það eru Hekla Mist Valgeirsdóttir og Thelma Sif Jónsdóttir. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.

Til baka
English
Hafðu samband