Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vinnustund hjá 3.-6.bekk

06.09.2012
Vinnustund hjá 3.-6.bekk

Í Sjálandsskóla eru ekki hefðbundnar skólastofur heldur vinnusvæði nemenda. Á efra svæði eru nemendur í 3.4-bekk og 5.-6.bekk allir saman á einu svæði, sem er skipt niður með skilrúmum og bókahillum. Á þessu svæði eru 105 nemendur saman, hver að vinna í sínu verkefni og eru kennarar duglegir við að nýta öll rými skólans þegar skipta þarf hópnum í minni hópa.

Í morgun voru nemendur í 3.-4.bekk í lestrarstund og 5.-6.bekkur í stærðfræði. Það var gaman að sjá hversu vel þessi hópur vann saman á einu svæði, þar sem hver og einn vann að sínu verkefni, ýmis einir sér eða í litlum hópum.

Á myndasíðunni má sjá myndir af 3.-6.bekk í vinnustund

Til baka
English
Hafðu samband