UMSK-halupið
19.10.2012
Föstudaginn 5. október hjóluðu allir nemendur í 4. bekk og níu nemendur í 7. bekk á Kópavogsvöll og tóku þátt í UMSK hlaupinu. Þetta er hlaup þar sem allir nemendur í 4. – 7. bekk í skólum innan ungmennasambands Kjalarnesþings geta tekið þátt. Sjálandsskóli tók í ár í fyrsta sinn þátt í þessu hlaupi.
Það var mikil stemming á Kópavogsvelli en um áttahundruð nemendur tóku þátt og er þetta fjölmennasta hlaupið til þessa. Nemendur Sjálandsskóla stóðu sig allir með miklum sóma og varð Hlynur Már Friðriksson í 3. sæti af strákunum í 4. bekk, Nökkvi Már Nökkvason varð í 2. sæti af strákunum í 7. bekk og Hrafnhildur Ólafsdóttir varð í 2. sæti af stúlkum í 7. bekk. Aldeilis frábær frammistaða hjá nemendum Sjálandsskóla.
Sjá nánar á www.umsk.is