Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rýmingaræfing

24.10.2012
Rýmingaræfing

Í dag var rýmingaræfing í Sjálandsskóla og Alþjóðaskólanum. Æfð voru viðbrögð við eldsvoða og þegar brunabjallan hringdi rétt fyrir hádegi, hlupu allir nemendur og starfsmenn skólans út á skólalóð. Þar fóru allir í raðir og fylgst var með því að enginn væri eftir í skólabyggingunni. Æfing tókst vel og það tók aðeins rúmar 3 mínútur að tæma skólann og eftir 6 mínútur var búið að fara yfir alla nafnalista og tryggja það að allir væru komnir út.

Á myndasíðunni má sjá myndir frá rýmingaráætluninni.

Til baka
English
Hafðu samband