Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólaleikrit hjá 5.-6.bekk

13.12.2012
Jólaleikrit hjá 5.-6.bekkKrakkarnir í leiklistarhópnum í 5. -6.bekk hafa undanfarnar 7 vikur æft stíft jólaleikritið Vakað á jólanótt. Nemendur bjuggu sjálfir til leikmyndina og saumuðu glæsilega búninga undir handleiðslu Svanhildar og Þóreyjar. 

Í morgun buðu krakkarnir svo foreldrum sínum að koma og horfa á sýninguna í morgunsöng. Það er skemmst frá því að segja að sýningin gekk frábærlega enda stóðu leikararnir sig með mikilli prýði.

Myndir frá leiksýningunni  

Til baka
English
Hafðu samband