Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frábær dagur í Bláfjöllum

13.02.2013
Frábær dagur í Bláfjöllum

Í gær fór 1.-4.bekkur í Bláfjöll í blíðskaparveðri. Krakkarnir fóru í skíði, sleða og bretti og allir skemmtu sér vel í góða veðrinu. Þetta árið var ákveðið að fara í tvær ferðir í Bláfjöll, fyrst með 1.-4.bekk og á morgun, fimmtudag, með 5.-10.bekk. Það gafst mjög vel, lítil biðröð í skíðaleigunni og allir fengu kennslu við hæfi, sumir voru að fara í fyrsta skipti á skíði en aðrir voru vanir og gátu farið í stærri brekkur.

Myndir frá skíðadeginum má sjá á myndasíðunni


Á morgun, fimmtudag 14.feb. fer 5.-10.bekkur á skíði í Bláfjöll. Nánari upplýsingar hafa verið sendar í tölvupósti

Til baka
English
Hafðu samband