Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dans í morgunsöng

12.09.2013
Dans í morgunsöng

Í morgun fengum við heimsókn frá körfuknattleiksdeild Stjörnunnar og síðan dönsuðu nemendur í 5.-6.bekk dansinn við lagið Glaðasti hundur í heim. það var svo mikið fjör þegar allir nemendur stóðu upp og dönsuðu saman "Hundadansinn". 

Að því loknu var námskynning hjá 3.-4.bekk, en þessa vikuna hafa verið námskynningar hjá öllum hópum og síðasti hópurinn, 1.-2.bekkur, verður með námskynningu á fimmtudaginn í næstu viku.

Á myndasíðunni má sjá myndir af dansinum og námskynningu 3.-4.bekkjar

Hér er myndband fyrir þá sem vilja læra dansinn ;-)

 

Til baka
English
Hafðu samband