Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Upplýsingabæklingar um mál-og lesskilning

18.03.2014
Upplýsingabæklingar um mál-og lesskilningHjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar eru komnir út bæklingar fyrir foreldra þar sem fjallað er um leiðir til að örva málþroska og mál- og lesskilning barna frá fæðingu og til 12 ára aldurs, þ.e. þegar þau ljúka miðstigi grunnskóla.

Bæklingarnir, sem bera yfirskriftina Sameiginleg ábyrgð, miða jafnframt að því að efla foreldrasamstarf, en rannsóknir staðfesta að barn tekur meiri framförum og er líklegra til að ná betri árangri hvort heldur í leikskóla, grunnskóla eða frístundastarfi ef gott samstarf er á milli foreldra og starfsfólks.

Bæklingarnir eru unnir í samstarfi við Árósaborg og eru fáanlegir á mörgum tungumálum. Fyrst um sinn verða þeir eingöngu í rafrænu formi en vonir standa til þess að hægt verði síðar að prenta þá út til dreifingar.

Sjá tengla á íslenska og erlenda bæklinga og frétt á heimasíðu sviðsins:

Mál og lesskilningur fyrir yngsta stig  

Mál-og lesskilningur fyrir miðstig 

 

Til baka
English
Hafðu samband