Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ítalskar pizzur og þýskar Bratwurst

16.10.2014
Ítalskar pizzur og þýskar Bratwurst

Þessa dagana er 7. bekkur að vinna að þema um  Evrópu sem eins og nafnið gefur til kynna landafræðiþema.  Í þessu þema er farið yfir landfræðilega legu Evrópulanda, skiptingu álfunnar og helstu landslagseinkenni svæðanna.  Þá læra nemendur um helstu stofnanir Evrópu, atvinnuvegi o.fl. Þar að auki er matreiðslu blandað inn í og kynna nemendur sér helstu þjóðarrétti Evrópulandanna.  Í lokin mun hver og einn nemandi búa til heimasíðu um eitt Evrópuland og kynna fyrir bekkjarfélögum auk þess að bera saman í litlum hópum ólík lönd innan Evrópu.  Á þriðjudaginn tóku nemendur þátt í ýmsum verkefnum sem tengjast Evrópu í útikennslu.  Nemendur bökuðu ítalskar pizzur, grilluðu þýskar Bratwurst, kepptu í boðhlaupi og settu saman nöfn Evrópskra landa með stöfum og lærðu þar að auki að dansa gríska dansinn Zorba.

Hér má sjá myndir

Til baka
English
Hafðu samband