Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fyrsti skóladagurinn

27.08.2015
Fyrsti skóladagurinn

Kæru forráðamenn.

Það var einkar ánægjulegt að taka á móti nemendum og foreldrum hér í Sjálandsskóla í gær. Gleðin og eftirvæntingin skein úr hverju andliti. Það er mikill viðburður að færast upp um bekk eða um skólastig svo að ekki sé talað um að færast úr leik- í grunnskóla.

279 nemendur hófur nám í Sjálandsskóla, 74 nemendur í Alþjóðaskólanum og um 40 nemendur í leikskólanum Sjálandi á þessu skólaári. En allir þessir skólar eru í húsnæði Sjálandsskóla þó er um þrjár stofnanir að ræða. Það eru því rúmlega 390 börn í skólahúsnæðinu sem er nokkur fjölgun frá síðastliðnu skólaári. Vegna aukins nemendafjöld höfum við gert breytingar á stundatöflu skólans og m.a. er matartími nemenda nú þrískiptur. Þá hefur útivist þar sem allir nemendur skólans fara út verið færð frá morgni til hádegisfrímínútna. Þannig fara allir nemendur út fyrir eða eftir hádegismat (fer eftir aldri) en hafa val á morgnana um að vera úti eða inni í rólegum leikjum. Eins og von er þá voru nemendur nokkuð ruglaðir á þessari breytingu svona fyrst um sinn.

Nú í haust mun Helgi Grímsson skólastjóri hverfa til annarra starfa og Edda Björg Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri verður skólastjóri. Sesselja Þóra Gunnarsdóttir mun gegna starfi aðstoðarskólastjóra.

Við bjóðum nýja nemendur og forráðamenn velkomna í Sjálandsskóla. Hikið ekki við að hafa samband við okkur eða aðra starfsmenn ef eitthvað brennur á ykkur.

Við hlökkum til samstarfsins í vetur.

Með góðri kveðju,
Edda Björg Sigurðardóttir, skólastjóri
Sesselja Þóra Gunnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri.

Til baka
English
Hafðu samband