Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Viltu vera í Sjálandsskóla kórnum?

04.09.2015
Viltu vera í Sjálandsskóla kórnum?

Kór Sjálandsskóla er nú að hefja sitt áttunda starfsár. Kórinn er fyrir stráka og stelpur í 5. – 8. bekk.

Fastir liðir í kórstarfinu eru vor- og jólatónleikar en að auki verður farið í æfingabúðir á vorönn þar sem farið verður út fyrir bæjarmörkin eina helgi. Vídeókvöld eru haldin reglulega þar sem horft er á tónlistarkvikmynd.

Skráning í kórinn er hafin. Kórgjald fyrir veturinn er það sama og undanfarin ár eða 5.000 kr. fyrir allan veturinn. Áhugasamir en óákveðnir nemendur eru velkomnir á eina æfingu til að kynna sér kórinn áður en ákvörðun um skráningu er tekin.

Æfingar eru á fimmtudögum í vetur frá kl. 14:15 – 15:15.

Stjórnandi kórsins er Ólafur Schram tónlistarkennari

Til baka
English
Hafðu samband