Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjörulistaverk hjá 3.-4.bekk

27.01.2016
Fjörulistaverk hjá 3.-4.bekk

Í tengslum við þemaverkefni 3.-4.bekkjar um Afríku fóru nemendur í fjöruna að búa til útilistaverk.

Hver hópur sem er að vinna saman í verkefninu gerði mynd af dýri sem þau höfðu valið sér að fjalla um. Börnin nýttu það sem þau fundu á leiðinni og í fjörunni til að útbúa myndirnar. Listaverkin voru vel gerð og ótrúlegt hugmyndaflug sem fékk að njóta sín.

Á myndasíðunni má sjá myndir af listaverkunum

 

Til baka
English
Hafðu samband