Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gleðidagur í lok vinaviku

11.11.2016
Gleðidagur í lok vinaviku

Í dag var mikil gleði hjá okkur Sjálandsskóla þegar við héldum uppá Gleðidaginn. Nemendur komu spariklæddir og með góðgæti á hlaðborð sem allir gæddu sér á í nestistímanum í morgun. Yngstu nemendurnir voru líka með dótadag í dag svo að það var líf og fjör inni þrátt fyrir læti í veðrinu úti.

Alla þessa vikuna höfum við verið með vinaþema þar sem nemendur unnu ýmis verkefni tengd vináttu.

Meðal verkefna var að skrifa falleg orð á vinaský og í gær fóru nemendur í 1.og 10.bekk með vinaskýin í Jónshús og gáfu íbúum.

Myndir frá gleðideginum og af vinaskýjum 

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband