Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Innilegan í 1.-7.bekk

07.06.2017
Innilegan í 1.-7.bekk

Í nótt gistu nemendur í 1.-7.bekk í skólanum en þá var hin árlega innilega. Nemendur fóru í gönguferð í gær og komu til baka í skólann um hálf fjögur. Þá fengu þeir ávexti og allir komu sér fyrir á sínu svæði. Margir fóru beint í náttfötin og höfðu það kósý fram að kvöldmat. Þá voru grillaðir hamborgarar og síðan var kvöldvakan.

Foreldrar og kennarar sáu um að allt gengi vel fyrir sig og krakkarnir skemmtu sér vel.

Við viljum sérstaklega þakka þeim foreldrum sem tóku þátt í þessu með okkur en án þeirra væri þetta ekki hægt.

Á myndasíðunni má sjá myndir frá innilegunni

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband