Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólaskreytingar

29.11.2017
Jólaskreytingar

Í þessari viku var skólinn færður í jólabúning þegar nemendur og starfsfólk hengdi upp jólaskrautið. Allar jólaskreytingar skólans hafa verið búnar til af nemendum í gegnum árin og þetta árið voru gerðar jólastjörnur sem hengdar voru í gluggana.

Eins og sjá má af myndunum er orðið jólalegt hjá okkur og eftir helgina fáum við jólatréð sem verður staðsett í salnum hjá okkur.

Á þriðjudaginn í næstu viku (5.des.) er rauður dagur og þá koma allir í einhverju rauðu eða í jólapeysu.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband