Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gróðursetningarferð í Guðmundarlund

06.09.2018
Gróðursetningarferð í Guðmundarlund

Í dag fóru allir nemendur Sjálandsskóla í gróðursetningarferð í Sandahlíð við Guðmundarlund. Þar tóku starfsmenn Skógræktarfélags Garðabæjar á móti okkur og leiðbeindu nemendum um gróðursetningu. Hver nemandi gróðursetti svo tvær birkiplöntur og að því loknu var farið í leiki í Guðmundarlundi.

Í hádeginu voru grillaðar pylsur og gert er ráð fyrir að allir verði komnir í skólann aftur um tvöleytið.

Myndir frá Guðmundarlundi á myndasíðu.

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband