Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fræðslufyrirlestur í tilefni forvarnaviku

28.09.2018
Fræðslufyrirlestur í tilefni forvarnaviku

Forvarnavika Garðabæjar verður haldin 3.-10. október. Þema vikunnar er heilsueflandi samvera og slagorð hennar er „Verum saman – höfum gaman“. Í vikunni verður boðið upp á fræðslu og viðburði þessu tengt fyrir foreldra og börn í Garðabæ.

Forvarnavika Garðabæjar verður haldin 3.-10. október. Þema vikunnar er heilsueflandi samvera og slagorð hennar er „Verum saman – höfum gaman“. Í vikunni verður boðið upp á fræðslu og viðburði þessu tengt fyrir foreldra og börn í Garðabæ.

Fyrsti viðburður vikunnar verður miðvikudaginn 3. október kl. 20. Um er að ræða fræðslufyrirlestur fyrir foreldra og starfsfólk í sal Sjálandsskóla þar sem tvö erindi verða haldin. Annars vegar mun Anna María Jónsdóttir, geðlæknir og einn af stofnendum Miðstöðvar foreldra og barna, ræða um mikilvægi samskipta og umönnunar og áhrif þess á heilsu og velferð til framtíðar. Hins vegar mun Róbert Marshall, ritstjóri vefsins vertuuti.is, ræða um útivist og samveru.

Boðið verður upp á kaffi í hléi.

Auglýsing um fyrirlesturinn 

Til baka
English
Hafðu samband