Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nýtt tímabil valgreina

19.10.2018
Nýtt tímabil valgreina

Á mánudaginn, 22.október, hefst nýtt tímabil valgeina í unglingadeild. Vetrinum er skipt í fjögur 8-9 vikna tímabil og tímabil 2 sem hefst núna stendur fram að jólum. 

Valgreinar eru kenndar á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Þær valgreinar sem eru kenndar á 2.tímabili eru fjölbreyttar, s.s.jákvæð sálfræði, babminton, heimavinna, þýska, upplýsingatækni, yoga nidra, prjón og hekl, vegan fæði, teiknimyndir og teiknimyndasögur, glervinna, söngur, félagsmál, inngangur að lögfræði, bakstur, myndmennt, málmsmíði, rafmagnað samspil, sápa og salvagerð.

 

Til baka
English
Hafðu samband