Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Danskir nemar í heimsókn

02.04.2019
Danskir nemar í heimsókn

Á fimmtudaginn í síðustu viku fékk Sjálandsskóli góða heimsókn frá dönskum einkaskóla sem er staðsettur í nágreni Árósa. Nemendurnir voru á aldrinum 13 - 16 ára og voru þeir í ferð með tónmenntakennara sínum. Dösnku gestirnir heimsóttu tónmenntatíma hjá 7. og 9. bekk auk þess sem þeir tóku þátt í valnámskeiðinu tónlist og tölvur.

Dönksu krakkarnir hafa mikið unnið með svokallað „body percussion“ eða kroppaklapp í sínu námi og kenndu þeir nemendum Sjálandsskóla nokkra skemmtilega takta.

Nemendur Sjálandsskóla kenndu gestunum íslensk þjóðlög þar sem þau kynntust íslenskum víxltakti og tvísöng. Að lokum unnu íslenskir og danskir nemendur saman tölvutónlistarverkefni þar sem búkhljóð voru tekin upp og búin til úr þeim fínasta raftónlist.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband