Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gróðursetningarferð

11.09.2020
Gróðursetningarferð

Í dag fóru nemendur í Sjálandsskóla í gróðursetningarferð í Sandahlíð og í Guðmundarlund. Allir nemendur settu niður birkiplöntur í Sandahlíð og að því loknu var farið í leiki og grillað í Guðmundarlundi. 

Allir fengu fjórar birkiplöntur til að gróðursetja og voru eldri nemendur duglegir við að hjálpa þeim yngri.

Sólin skein og nemendur skemmtu sér vel í þessari árlegu haustferð. 

Á myndasíðunni má sjá myndir frá gróðursetningarferðinni.

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband