Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samræmd próf framundan

21.09.2020
Samræmd próf framundan

Í þessari viku og næstu eru samræmd próf í 4.og 7.bekk.

Prófin hefjast á fimmtudaginn þegar 7.bekkingar taka próf í íslensku og svo stærðfræði á föstudag. Í næstu viku taka 4.bekkingar íslenskuprófið á miðvikudegi og stærðfræðiprófið á fimmtudegi.

Eins og undanfarin ár eru prófin rafræn og síðustu vikur hafa nemendur verið að æfa sig að taka próf í tölvu.

Nánari upplýsingar um samræmd próf á vef Menntamálastofnunar.

Þar er m.a.hægt að skoða prófumhverfið og taka æfingapróf heima.

 

Til baka
English
Hafðu samband