Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Öskudagur

17.02.2021
Öskudagur

Í dag var mikið fjör á öskudegi í Sjálandsskóla. Dagskráin var óhefðbundin þar sem ekki var hægt að setja upp búðir vegna sóttvarnarreglna. Í staðinn voru settar upp stöðvar um allan skóla þar sem nemendur fóru á milli í umsjónarhópunum sínum. 

Á stöðvunum var hægt að fara í ýmsa skemmtilega leiki og leysa þrautir. Allir skemmtu sér vel og í lok dags fengu nemendur nammi og popp í poka til að taka með heim. 

Á myndasíðunni má sjá skrautlega nemendur á öskudeginum

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband