Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Strákarnir í starfskynningu

17.05.2021
Strákarnir í starfskynningu

Í dag fengu strákarnir í 9. bekk skemmtilega kynningu og innsýn inn í störf hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Í heimsókn komu fjórir karlkyns hjúkrunarfræðingar sem sýndu þeim fjölbreytileika hjúkrunarstarfsins á skemmtilegan hátt í vinnusmiðjum. Strákarnir fengu að spreyta sig á ýmsum verkefnum s.s. að endurlífgun, losun aðskotahluts úr öndunarvegi á dúkku, skipta um umbúðir á gervisárum, æfa sig í að sprauta í gervihandlegg og mæling á lífsmörkum með blóðþrýstingsmæli o.fl.

Verkefnið er á vegum Jafnréttisnefndar Landsspítala í samstarfi við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri.

Markmið verkefnisins er að gefa strákum í 9. bekk innsýn inn í fjölbreytilegan og áhugaverðan starfsvettvang í heilbrigðisþjónustu og breyta staðalímyndum þar sem um mjög kvenlægan starfsvettvang hefur verið um að ræða.

Strákarnir tóku virkan þátt og voru áhugasamir. Voru þeir sjálfum sér og skólanum til sóma.

Myndir frá heimsókn hjúkrunarfræðinganna

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband