Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Morgunsöngur

26.08.2021
Morgunsöngur

Að venju hefst skóladagurinn í Sjálandsskóla á morgunsöng en vegna fjöldatakmarkana er morgunsöngnum þetta haustið skipt á milli árganga í 1.-7.bekk. 

Skipulagið í haust er þannig:

Mánudagar og fimmtudagar: 1.og 2.bekkur

Þriðjudagar og föstudagar: 3.og 4.bekkur

Miðvikudagar: 5., 6. og 7.bekkur

 

Í morgun sungu nemendur í 1.og 2.bekk skólasönginn og afmælissönginn, en í byrjun hvers mánaðar er sungið fyrir afmælisbörn þess mánaðar.

Ólafur Schram tónmenntakennari stjórnar morgunsöng af sinni alkunnu snilld. Lagaval er fjölbreytt og tengist oft þemum og verkefnum sem nemendur eru að vinna með þá stundina. Má þar nefna lög úr söngleikjum og leikritum, Eurovisionlög, vinsæl dægurlög, þjóðlög o.fl.

Á myndasíðu má sjá myndir frá fyrsta morgunsöng vetrarins

 

Til baka
English
Hafðu samband