Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

6.bekkur á Vífilstaðavatni

04.10.2021
6.bekkur á Vífilstaðavatni

Í síðustu viku fóru nemendur í 6. bekk í hjólaferð að Vífilsstaðavatni í hressandi veðri.

Þar fengu þeir skemmtilega fræðslu frá Bjarna Jónssyni fiskifræðingi um lífríki vatnsins.

Nemendur skemmtu sér mjög vel þrátt fyrir veðrið. Smápöddur úr vatninu voru skoðaðar í víðsjá þegar komið var til baka í skólann, og fjölbreytt verkefni unnin í vinnubækur. Í næstu viku munu nemendur kryfja fiska með kennara sem veiddust í vatninu.

Á myndasíðu skólans eru skemmtilegar myndir frá ferðinni.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband