Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Forvarnarvika

12.10.2021
Forvarnarvika

Vikuna 13.-19. október er forvarnarvika leik- og grunnskóla Garðabæjar. Þema vikunnar þetta árið er „Virðing og velferð“ og ætlum við í Sjálandsskóla að taka þátt í forvarnarvikunni með því að fjalla um viðfangsefni tengt þemanu.

Dagsskráin í skólanum verður þannig:

Miðvikudagur 13. október
Þennan dag verður unnið með gildið Virðing
Undir þetta gildi fellur m.a. sjálfsvirðing, virðing fyrir öðrum, líkamsvirðing, virðing í samskiptum við aðra, virðing fyrir skoðunum annarra og virðing fyrir umhverfinu svo eitthvað sé nefnt.

Fimmtudagur 14. október
Þennan dag verður unnið með gildið Velferð
Undir þetta gildi fellur m.a. það að upplifa vellíðan, bæði á líkama og sál. Fjallað verður um góð samskipti, jákvæða sjálfsmynd, tilfinningalæsi, heilbrigðar lífsvenjur s.s. hreyfingu, mataræði, góðan svefn og það að búa við öryggi.

Föstudagur 15. október
Þennan dag verður unnið með gildið Ábyrgð
Undir þetta gildi fellur m.a. það að taka ábyrgð á eigin hegðun og gjörðum og taka afleiðingar af þeim, að taka ábyrgð á náminu sínu, þeim valkostum sem maður stendur frammi fyrir og þeim skyldum sem ætlast er til af manni. Sem einstaklingar í samfélagi manna þurfum við öll að taka ábyrgð og leggja okkar af mörkum til að gera samfélagið okkar betra en ekki alltaf stóla á að allir aðrir geri hlutina.

Mánudagur 18. október
Þennan dag verður unnið með gildið Jafnrétti
Undir þetta gildi fellur m.a. 2. Grein Barnasáttmálans en þar stendur :“ÖLL BÖRN ERU JÖFN“
„Öll börn eiga að njóta allra réttinda Barnasáttmálans án tillits til hver þau eru, hvar þau búa, hvaða tungumál þau tala, á hvað þau trúa, hvernig þau hugsa og líta út, af hvaða kyni þau eru, hvort þau eru fötluð, rík eða fátæk og án tillits til þess hvað fjölskylda þeirra gerir eða trúir á. Aldrei skal koma fram við barn af óréttlæti“.

Þriðjudagur 19. október
Þennan dag verður unnið með gildið Fjölbreytileiki
Gildið vísar m.a. til þess að allir eru ólíkir og engir tveir eins og mikilvægt er að bera virðingu fyrir öllum óháð því hvernig viðkomandi er og veita öllum rými til að vera nákvæmlega eins og þeir eru. Fjölbreytileiki getur átt við um ótal margt eins og t.d. kyn, kynhneigð, útlit, áhugamál, fatastíl, líkamsstærð, fjölskyldugerð og svo mætti lengi telja.

Klakinn-félagsmiðstöð Sjálandsskóla
Allir fyrirlestrar eru sameiginlegir hjá Klakanum og Sjálandsskóla og eru á skólatíma.

13. október; Spjall um virðingu og velferð
18. október; Trúnó, gefa unglingum tækifæri á að opna sig
20. október; hollustukvöld í Klakanum

Dagsskrá fyrir foreldra og fjölskyldur utan skólatíma:

Fimmtudagur 14. október
Kl. 16:15-18:00 „Stelpur skína“ ráðstefna stúlkna (8., 9. og 10.b) í íþróttum haldin í Sjálandsskóla.
á vegum 19. júní sjóðs Garðabæjar

Kl. 17:00 Spilavinir mæta í Bókasafn Garðabæjar á Garðatorg 7 með nýjustu borðspilin,
„gæðastund“ fyrir alla fjölskylduna

kl. 20:00-22:00 Foreldrafundur í Sjálandsskóla – allir velkomnir
Fræðsluerindi þar sem áhersla er lögð á að fræða foreldra um þær forvarnir sem unnið er með í Garðabæ.

     -Tónlistaratriði úr söngleiknum Pálmari
     -Námsráðgjafar í Garðabæ segja frá starfi sínu.
    - Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnisstjóri frá Barnaheillum segir frá verkefninu Vinátta
     -Fulltrúi frá KVAN segir frá verkefninu Verkfærakistan
     -Birgir Örn Guðjónsson lögregluvarðstjóri

Þriðjudagur 19. okt kl. 13:30 -Jónshús
Fyrirlestur „Að næra delluna sína“ Áhugamál – Tengsl – Lífsgæði; Ingibjörg og Guðbjörg frá Saga Story House

Fimmtudagur 21. október -Flataskóli kl. 16-18
Kl. 16:00-18:00 Ungmennaþing á vegum Ungmennaráðs Garðabæjar
„Velferð ungmenna – samgöngumál – íþróttir og tómstundir – heilsu málefni – skólamál – forvarnir“. Veitingar í boði og skemmtiatriði.

Nánar um forvarnarviku á vef Garðabæjar

 

Til baka
English
Hafðu samband