Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Starfsdagur 3.janúar

30.12.2021
Starfsdagur 3.janúar

Frá Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins:

Miðað við hraða útbreiðslu Covid -19 og fjölgun smita í samfélaginu er viðbúið að röskun geti orðið á starfsemi leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla á komandi dögum.

Gera má ráð fyrir að loka þurfi deildum í leikskólum og fella niður kennslu í einstökum árgöngum eða stærri hópum í grunnskólum, um skemmri eða lengri tíma. Stjórnendur munu að öllu jöfnu reyna að leysa forföll eins og hægt er.

Mánudagurinn 3. janúar verður skipulagsdagur í starfsemi grunn- og leikskóla, í frístundastarfi og í tónlistarskólum til að gefa starfsfólki tækifæri til að laga starfsemina að aðstæðum í samfélaginu og gildandi reglugerð.

Þessi síðasta bylgja faraldursins hefur haft mikil áhrif og eru stjórnendur og starfsfólk að gera allt til að röskun sé sem minnst. Til þess að styðja við þá viðleitni þurfa foreldar og forráðamenn að huga vel að persónubundnum sóttvörnum, börn eiga ekki að mæta í skóla með kvef einkenni, verði þeirra vart þarf að fara í PCR próf.

English - Polsk 

Til baka
English
Hafðu samband