Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skíðaferð unglingadeildar

21.03.2022
Skíðaferð unglingadeildar

Vikuna 15.-18. mars fór félagsmiðstöðin Klakinn og unglingadeild Sjálandsskóla í hina árlegu skíðaferð á Dalvík.

Nemendur hafa farið í þessa ferð síðustu tíu ár og alltaf er stuð og stemning.

Ferðin er mjög vinsæl meðal unglinga og meirihluti nemenda í unglingadeild fer með í þessa ferð.

Á Dalvík var farið í brekkuna, félagsmiðstöðina á Dalvík var heimsótt, krakkarnir fóru í sund eins oft og þau vildu, borðuðu á góðum veitingastað og margt fleira.

Ferðin í ár gekk mjög vel, þau voru mjög heppin með veður og gátu farið í brekkuna alla daganna.

Myndir frá skíðaferðinni

 


Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband