Leiksýningar í mars
24.03.2023
Í mars voru settar upp þrjár leiksýningar í Sjálandsskóla. Nemendur hafa bæði sýnt fyrir foreldra sína og eins fyrir samnemendur í morgunsöng.
Fyrst steig 4.bekkur á svið og sýndi leikritið Bakkabræður. Þar voru sagðar nokkrar sögur af bræðrunum þremur.
3.bekkur setti upp Emil í Kattholti þar sem afrekum hans voru gerð góð skil í leik og söng.
1. og 2. bekkur sýndi söngleikinn Ávaxtakörfuna. Nemendur í 2. bekk stigu á svið í hlutverkum ávaxta og grænmetis og nemendur í 1. bekk voru í kórnum.
Við erum ótrúlega stolt af nemendum okkar. Það er heilmikið verk að setja á svið leiksýningu. Það þarf að búa til búninga og leikmynd og svo þarf að æfa verkið.