Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Varðliðar umhverfisins

26.04.2023
Varðliðar umhverfisins

Nemendur á miðstigi og í 9.bekk í Sjálandsskóla útnefndir Varðliðar umhverfisins í gær á Degi umhverfisins, 25. apríl.

Í janúar voru þema dagar í skólanum þar sem nemendur unnu verkefni um umhverfisvernd, endurvinnslu og endurnýtingu. Nemendur í 9. bekk gerðu úttekt á orkunotkun rafmagnstækja og á matarsóun á heimilum sínum og komu með hugmyndir að úrbótum. Nemendur á miðstigi endurnýttu efnivið sem hefði átt að fara í ruslið og bjuggu til hljóðfæri og sömdu tónverk á hljóðfærin.   

Arngerður kennari í 9.bekk, Ólafur tónmenntakennari og fulltrúar nemenda tóku við viðurkenningunni í gær frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra.

Sjá nánar hér.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband