Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fræðslufundur mánudaginn 15. maí

14.05.2023
Fræðslufundur mánudaginn 15. maí

Foreldrafélag Sjálandsskóla býður til fræðslufundar í Sjálandsskóla mánudaginn 15. maí kl. 19:30.

„Er ég að klúðra þessu?“

Þessi setning laumast stundum inn í huga minn sem foreldri þegar ég er að reyna að átta mig á því hvernig best er að standa að uppeldi og menntun barnanna minni.

Hvernig á ég sem foreldri að bregðast við þeim veruleika þar sem allt sem er mest spennandi er inni þar sem innstungurnar eru, eða á samfélagsmiðlum þar sem vinirnir eru?

En ég sem fagmaður veit að besta umhverfið til að efla alhliða þroska og þrautseigju barna er úti.

Jakob F. Þorsteinsson, aðjúnkt í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ, mun fjalla í erindi sínu um áleitnar spurningar eins og:

  1. Hvers vegna við förum minna út og af hverju það er lífsnauðsynlegt að vera meira úti?
  2. Er útivistartíminn úrelt aðgerð til að mæta áskornum samtímans?
  3. Hvað vitum við um áhrif útiveru á börn?
  4. Hvað geta foreldra gert til að auka útiveru barna?
  5. Hvernig getum við sem foreldrar tekist á við neikvæðar hliðar skjánotkunar og samfélagsmiðla?

Í stuttu máli verða færð rök fyrir því að við ættum að „drulla okkur meira út“ og njóta þess einfalda sem náttúran hefur uppá að bjóða.

Ætlar þú að missa af tækifæri á að hitta aðra foreldra og taka þátt í samtali um hvernig við getum saman stutt við börnin okkar?

Við hvetjum alla foreldra og þau sem eru áhugasöm um þetta málefni að mæta á staðinn (farið inn um aðalinngang skólans) en einnig verður boðið upp á streymi fyrir þá sem ómögulega geta mætt á staðinn.

 

Til baka
English
Hafðu samband