Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Haustferð í Guðmundarlund

12.09.2023
Haustferð í Guðmundarlund

Það var blíðskaparveður í Guðmundarlundi í dag þegar nemendur Sjálandsskóla fóru í árlega haustferð þangað. Krakkarnir fóru í ýmsa leiki, fótbolta, blak og snú snú. Þau bjuggu til sápukúlur, klifruðu í klifurgrindum, rannsökuðu lífverur og nutu veðurblíðunnar.

Í hádeginu voru grillaðar pylsur og loks haldið heim á leið um eittleytið. Skemmtilegur dagur í frábæru veðri.

Á myndasíðu skólans má sjá myndir frá ferðinni í Guðmundarlund

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband