Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Friðarhlaup

27.09.2023
Friðarhlaup

Nemendur í 3.bekk tóku í dag þátt í Friðarhlaupi Chinmoy. Fulltrúar félagsins komu með friðarkyndil og fengu nemendur að hlaupa með kyndilinn í íþróttasalnum. 

Allir fengu vegabréf og stimpla frá öllum heimsálfum, sem tákn um að vera orðinn þátttakandi í alþjóðlegu friðarhlaupi.

Sri Chinmoy heimseiningar friðarhlaupið er hnattrænt kyndilboðhlaup sem sameinar fólk af öllum heimshornum í leitinni að friði.

Friðarhlaupið hefur, frá því það hófst árið 1987, heimsótt nánast hvert einasta land heimsins, eða 150 lönd og sjálfsstjórnarsvæði í allt, og komið við líf milljóna manna.

Nánari upplýsingar um friðarhlaupið 

Á myndasíðu skólans má sjá myndir frá friðarhlaupinu

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband