Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bebras áskorun

15.11.2023
Bebras áskorun

Þessa dagana eru nokkrir bekkir í skólanum að taka þátt í Bebras áskoruninni sem reynir á rökhugsun og tölvufærni.

Nemendur leysa krefjandi og skemmtileg verkefni í tölvu eða spjaldtölvu í eina kennslustund.

Myndir frá Bebras áskorun í 10.bekk.

Bebras (e. Beaver) áskorunin er alþjóðlegt verkefni til að auka áhuga á upplýsingatækni og efla tölvunarhugsun (e. Computational thinking) meðal nemenda á öllum skólastigum. Áskorunin fer fram samtímis í mörgum löndum í nóvember ár hvert.

Bebras er í boði bæði á íslensku og ensku og tilvalið tækifæri til að leyfa nemendum að glíma við skemmtileg verkefni sem henta hverjum aldri. Í áskoruninni leysa þátttakendur þrautir byggðar á hugsunarhætti forritunar. Bebras er ein fjölmennasta áskorunin sem notuð er til kennslu í upplýsingatækni í heiminum og var haldin í fyrsta sinn á Íslandi í nóvember 2015.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband