Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Viðurkenning í friðarveggspjaldakeppni

07.12.2023
Viðurkenning í friðarveggspjaldakeppni

Lára Kristín Agnarsdóttir, nemandi í 7.bekk í Sjálandsskóla, hlaut viðurkenningu í Alþjóðlegu friðarveggspjaldakeppni Lions. 

Friðarveggspjaldakeppnin var fyrst haldin 1988 og markmiðið er að gefa grunnskólanemendum tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum sínum um heimsfrið. Um 600.000 börn frá 75 löndum taka þátt í keppninni árlega sem er opin fyrir grunnskólabörn á aldrinum 11-13 ára.

Hvert ár er valið þema til að vekja ímyndunarafn nemendanna. Tjáning, listrænt gildi og frumleiki eru þau þrjú viðmið sem notuð eru til að meta veggspjöldin. Þemað þetta árið var: Þorðu að láta þig dreyma. 

Í Alþjóðakeppninni eru meðlimir lista-, mennta-, fjölmiðla-, friðar- og ungmennasamtaka í dómnefnd sem velur 23 verðlaunahafa og einn sem hlýtur aðalverðlaunin, sem eru peningaverðlaun.

Á myndinn má sjá Láru Kristínu ásamt Guðrúnu Dóru myndmenntakennara og Önnu Guðrúnu og Ernu frá Lions.

Við óskum Láru Kristínu til hamingju með viðurkenninguna!

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband