Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stóra upplestrarkeppnin

05.04.2024
Stóra upplestrarkeppnin

Undankeppni Sjálandsskóla fyrir Stóru upplestrarkeppnina fór fram föstudaginn 5. apríl 2024. Þátttakendur voru tíu talsins og lásu þeir úr sögunni „Víti í Vestmannaeyjum: Fótboltasagan mikla“  eftir Gunnar Helgason og ljóð að eigin vali. Stóðu nemendur sig með stakri prýði og ánægjulegt var að sjá hversu mikla vinnu nemendur lögðu í undirbúning fyrir þessa keppni og metnað þeirra.

 

Fulltrúar Sjálandsskóla árið 2024 eru Íris Ásta Magnúsdóttir, Þóra Karen Jónsdóttir og Emil Freyr Guðjónsson er varamaður liðsins.

 

Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin í sal Sjálandsskóla fimmtudaginn 18. apríl þar sem fulltrúar allra skóla Garðabæjar keppa. 

Fleiri myndir hér

 

Til baka
English
Hafðu samband