Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nýr vefur Sjálandsskóla

15.05.2008
Nýr vefur Sjálandsskóla

Í dag fimmtudaginn 15. maí kl. 12 náðist sá skemmtilegi áfangi hjá Garðabæ að opnaðir voru fimm nýir vefir sem unnið hefur verið að í vetur. Vefirnir eru nýr vefur Garðabæjar, www.gardabaer.is og nýir vefir fyrir alla grunnskóla Garðabæjar, www.flataskoli.is, www.hofsstadaskoli.is, www.gardaskoli.is og www.sjalandsskoli.is.

Vekjum athygli á að það gæti þurft að uppfæra Flash spilara á tölvum svo síðurnar virki rétt, m.a. myndir á forsíðu. Flash spilarann má nálgast hér: http://www.adobe.com/products/ (Get ADOBE FLASH PLAYER - til hægri á síðunni)Helsta nýjungin sem felst í nýju vefjunum er að þeir fá allir áþekkt útlit og veftré allra skólavefjanna verða eins. Næsti áfangi er vinna við nýja vefi fyrir leikskóla Garðabæjar sem munu falla inn í sama ramma. Fyrir foreldra þýðir þetta að þeir þurfa aðeins að læra einu sinni á uppbyggingu vefja Garðabæjar, þótt þeir eigi e.t.v. eitt barn í leikskóla, eitt í Flata-, Hofsstaða- eða Sjálandsskóla og eitt í Garðaskóla og þurfi að afla sér upplýsinga frá öðrum stofnunum bæjarins. Markmiðið með samræmingu vefjanna er þannig að gera Garðbæingum og öðrum auðveldara að nálgast upplýsingar frá bæjarfélaginu.

Gamli vefurinn verður aðgengilegur út árið neðst til hægri á forsíðu nýja vefsins. Það er von okkar að nýi vefurinn enduspegli sem flesta þætti skólastarfsins og sé sá upplýsingabrunnur sem þörf er á.  Allar ábendingar eru vel þegnar.

Til baka
English
Hafðu samband